Gullvör

80 12.7 Efnisgrein er textinn á milli greinaskila . Skoðum dæmi: Klíkufundurinn var haldinn heima hjá Finni og tilefni þess eru mörg og mikilvæg. Í fyrsta lagi er Finnur sextán ára í dag og þess vegna er fundurinn líka afmælisveisla. Í öðru lagi er þetta eins konar síðbúin þjóðhátíð. Finnur hefur ákveðið að eftirleiðis verði 1. júní haldinn hátíðlegur vegna þess að þá var hann rekinn með skömm úr byggingarvinnunni. Á þriðja tilefnið er kominn tími. Finnur er kominn í mútur og lætur nú óspart drynja í sér. Fjórða tilefnið vekur mesta athygli. Finnur er byrjaður með stelpu. Hún heitir Sædís og vinnur með honum í unglingavinnunni. Þórður Helgason 1998 Þessi texti er fjórar efnisgreinar. Skipting milli efnisgreina fer venjulega eftir því hvernig höfundurinn vill skipta efninu niður. Í tilvikinu hér að ofan segir í hverri efnisgrein frá einhverju af fjórum tilefnum veislunnar. Ekki verða hér settar fram neinar sérstakar reglur um skiptingu í efnis- greinar. Þar ræður oft smekkur höfundarins. Verkefni 12 B Finnið einhverja bók, lesið eina blaðsíðu og tilgreinið síðan hve margar efnisgreinar eru á síðunni. Hvað ræður því hvernig þar er skipt í efnisgreinar? Upprifjun fyrir 12. kafla: 1. Hvað er setning? 2. Hvað er málsgrein? 3. Hvað er efnisgrein? 4. Hvernig má oftast þekkja sundur aðal- og aukasetningar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=