Gullvör

79 Verkefni 12 A Finnið aðal- og aukasetningar í eftirfarandi texta: Við komum ef við getum. Ræðumaður talaði lengi enda var honum mikið niðri fyrir. Hvað var klukkan þegar þú komst? Voru þá allar hinar mættar eða vantaði einhverjar í hópinn? Sigríður æfir skák til þess að hún geti tekið þátt í keppninni. Björg sagði að hún vildi komast burt sem allra fyrst af því að henni líkaði ekki vel hvernig var gengið um skálann. Úr því að þú heldur þessu fram vil ég ekki neita því alfarið en bendi þó á að enn gætu komið fram ýmis gögn sem tengjast þessu máli. Má ég bjóða þér meira kaffi eða viltu frekar te? Hávarður beið meðan Gísli batt á sig skóna. Alltaf hef ég sóst eftir að hlusta á þennan fagra hljóðfæraleik. Jónatan keypti bíl til þess að geta flutt hey sitt heim eftir sláttinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=