Gullvör

78 12.4 Aðalsetning er ekki alltaf á undan aukasetningunni . Skoðum dæmi: [Ef þú ferð fyrst] (aukasetning) [kem ég á eftir] (aðalsetning). Hér breytist hins vegar orðaröð í aðalsetningunni. Svona gæti hún ekki staðið ein (nema sem spurnarsetning). En hún segir fulla hugsun og fyllir þar með skilyrði aðalsetningar. 12.5 Í einni málsgrein geta verið tvær eða fleiri aðalsetningar . Skoðum dæmi: [Bændur á Suðurlandi hafa náð góðum heyjum] (aðalsetning) [og nú eru þeir að slá seinni slátt] (aðalsetning). Báðar þessar setningar gætu staðið einar. Aðalsetningar eru tengdar saman með aðaltengingum en aukasetningar tengjast með auka- tengingum . 12.6 Til að þekkja sundur aðal- og aukasetningar er nauðsynlegt að þekkja aðaltengingarnar . Aðalsetningarnar tengjast með aðaltengingum og ef þið þekkið þær hjálpar það við greininguna. Aðaltengingarnar eru: einyrtar: en , heldur , enda , og , eða , ellegar fleiryrtar: bæði – og, hvorki – né, annaðhvort – eða, hvort – eða, ýmist – eða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=