Gullvör

6 Nánar um málfræðileg einkenni 1.3 Fallbeyging heitir það þegar sama orðið er sagt á mismunandi vegu eftir því hvar eða hvernig það stendur í setningunni. Lesum eftirfarandi texta og skoðum skáletruðu orðin sérstaklega: Ég var í sveit í sumar. Þar voru engir krakkar á mínum aldri og eini raun- verulegi félagi minn var hundurinn á bænum. Þegar ég fór út að ganga kallaði ég stundum á hundinn með mér. Hundinum fannst gaman að rölta með mér um túnið. Heimili hundsins var í litlum kofa við hliðina á fjósinu. Orðið sem um ræðir er sagt á fjóra mismunandi vegu: hundurinn sem er nefnifall hundinn sem er þolfall hundinum sem er þágufall hundsins sem er eignarfall. Verkefni 1 B Prófaðu að setja nafnið Egill í réttu falli inn í textann og sjáðu hvernig það breytist við fallbeygingu: Efst í brekkunni hikaði … eitt augnablik áður en hann ýtti sér af stað. Stuttu seinna var … ljóst að hann réð ekki við ferðina og hann flaug á hausinn. Fljótlega kom stelpa til … sem spurði hvort hann væri ómeiddur. Hún studdi … að bekknum þar sem hann jafnaði sig fljótt. 1.4 Tíðbeyging heitir það þegar orð beygjast í nútíð og þátíð . Lesum eftirfarandi texta og skoðum skáletruðu orðin sérstaklega: Ég get vel lesið þennan texta. Þegar ég var yngri gat ég það ekki. Barnið hoppar í pollinum. Ég hoppaði niður af stólnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=