Gullvör

76 12. kafli Setning, málsgrein, efnisgrein Í þessum kafla verður fjallað um hugtök setningafræðinnar. Það sem hér verður skoðað er setning , málsgrein og efnisgrein . Þá er stutt umfjöllun um aðalsetningar og aukasetningar og reynt að skýra muninn á þessu tvennu. Í því sambandi er rifjað upp hvaða samtengingar eru aðaltengingar . 12.1 Setning er orðasamband sem inniheldur eina sögn í persónuhætti. Hún kallast umsögn . Skoðum dæmi: Gulla sótti hestinn. Jón hló . Snjóar ? Umsagnirnar í þessari setningu eru sótti , hló og snjóar . Umsögnin er sagnorðið eða sagnorðasambandið í setningunni. Umsögnin segir hvað er að gerast, um hvað setningin snýst. 12.2 Málsgrein er sá texti sem stendur milli tveggja punkta eða frá byrjun texta að punkti. Athugið að á milli málsgreina geta verið önnur greinarmerki en punktur, t.d. spurningarmerki: Fórstu? Stundum er málsgrein aðeins ein setning en hún getur líka innihaldið margar umsagnir. Setningarnar eru jafnmargar og umsagnirnar. Skoðum dæmi: [ Gunnhildur gekk á fjallið .] Þessi málsgrein er ein setning, umsögnin er gekk . [ Gunnhildur gekk á fjallið ] [ og kom heim undir kvöld .] Í þessari málsgrein eru setningarnar tvær. [Gunnhildur gekk á fjallið] [og kom heim undir kvöld]. Umsagnir eru gekk og kom . [ Gunnhildur gekk á fjallið ] [ og kom heim undir kvöld ] [þegar löngu var orðið kvöldsett] [ enda sagðist hún vera bæði svöng og þreytt .]

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=