Gullvör

73 11.5 Hvað er þá stofn? Stofn orðsins er allt orðið nema beygingar- endingin. Stofn orða getur verið með ýmsu móti. Orðhlutana sem nefndir eru hér að framan, forskeyti og viðskeyti, er ekki að finna í öllum orðum. Stundum verða hljóðbreytingar í stofninum og brottfall getur orðið í viðskeytinu (þ.e. að stafur falli brott). Stofn getur verið: a) rót – ein eða fleiri (far, för, húsdýr) b) rót/rætur + viðskeyti – eitt eða fleiri (ferð) c) forskeyti – eitt eða fleiri + rót/rætur (ófær) d) forskeyti + rót/rætur + viðskeyti (tortryggni) Stofn má sjá einan sér í ákveðnum orðmyndum þar sem ekki er beygingarending, til dæmis í þolfalli eintölu sumra karlkynsorða (um hest ), nefnifalli og þolfalli eintölu flestra hvorugkynsorða ( hús ), nefnifalli, þolfalli og þágufalli sumra kvenkynsorða ( rós ), kvenkyni eintölu í lýsingarorðum (hún er sterk ). Athugið að lýsingarorð sem hafa u-hljóð- varp í kvenkyni eru án hljóðvarps í stofni. Dæmi: svartur – hún er svört – stofninn er svart . 11.6 Beygingarending er það sem bætist við stofninn til að sýna mismunandi beygingarmyndir orðsins . Skoðum dæmi: No. hest- ur – hest – hest- i – hest- s – hest- ar – hest- a – hest- um – hest- a So. kom- a – kom- i – kom- um – kom- st Lo. rík – rík- ari – rík- ust – rík- ir – rík- um Í þeim orðmyndum sem hafa enga beygingarendingu finnst stofn orðsins, eins og fyrr segir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=