Gullvör

72 11. kafli Orðmyndun Í þessum kafla er fjallað um það hvernig skipta má orðunum niður í smærri einingar eftir því hvernig þau eru mynduð. Orðeiningarnar eru þessar: stofn , rót , forskeyti , viðskeyti og beygingarending . 11.1 Áður hefur verið rætt um stofn orða. Stofninn er það sem eftir verður þegar beygingarendingin hefur verið tekin í burtu. Samsett orð kallast þau orð sem eru sett saman úr tveimur orðum eða fleiri. Tökum sem dæmi orðið sendingarkostnaður . Það er myndað af tveimur orðum; sending og kostnaður . Stofnar þessa orðs eru því tveir; sending og kostnað . Þegar betur er að gáð kemur í ljós að stofninn getur greinst niður í minni einingar. Þær eru sem hér segir: 11.2 Rót heitir minnsta byggingareining orðsins . Hún er oft sameiginleg í fjölda orða þó að hún sé ekki alveg eins í þeim öllum. Skoðum dæmi: far , far -a, far -angur, far -mur, fer -ill, fer -ð, för -ull, fór -na, fær , fær -a, fær -ð, fær -sla Hér er far rót allra orðanna þó að sérhljóðið hafi breyst í sumum þeirra. Í samsettum orðum eru ræturnar fleiri en ein, þ.e. jafnmargar orðunum í samsetningunni; orðaleikur – ræturnar eru orð og leik . 11.3 Forskeyti er aukið framan við rótina . Skoðum dæmi: al -mætti, and -byr, mis -jafn, van -mat, tor -veldur, ör -vænta 11.4 Viðskeyti er bætt aftan við rótina . Skoðum dæmi: hag- nað -ur, hrúg- ald , líð- an , dóm- and -i, heil- ag -ur, auð- ug -ur, fjöll- ótt -ur, blóð- g -a, hyl- j -a, stökk- v -a

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=