Gullvör

71 Verkefni 10 E Hvað heita eftirtaldar hljóðbreytingar: fljúga > flaug bera > björn bráður > bræði nafn > nefna ferð > fjörður brjóta > brot ungur > yngri líta > litur kaldur > kól karl > kerling hljóta > hlaut mjúkur > mýkri farg > fergja bíta > bitinn draumur > dreyma orð > yrða sitja > sáta dansa > dönsum skjóta > skot Verkefni 10 F a) Myndið með i -hljóðvarpi sagnorð af eftirtöldum orðum: fróður – taumur – kunnur – sjón b) Myndið með i -hljóðvarpi nafnorð af eftirtöldum orðum: munnur – mjúkur – móður – garður c) Myndið með hljóðskiptum nafnorð af eftirtöldum orðum: brjóta – sjóða – fljúga – smjúga Upprifjun við 10. kafla: 1. Hvað heitir það þegar hljóð skiptast á innan skyldra orða, s.s. í kennimyndum sterkra sagna? 2. Hvað heitir breytingin þegar e breytist í ja eða jö fyrir áhrif frá a eða u ? 3. Hvað heitir það þegar eitt hljóð breytist á annað fyrir áhrif frá i ? 4. Hvað heitir það þegar eitt hljóð breytist í annað fyrir áhrif frá u ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=