Gullvör

70 10.2 Klofning er einnig mjög gömul hljóðbreyting og eldri en íslenska þótt hún sé yngri en hljóðskiptin. Við klofningu breyttist e í ja eða jö fyrir áhrif frá a eða u aftar í orðinu. Þessir hljóðvarpsvaldar, a og u , voru í endingum orðanna og féllu oftast brott úr þeim síðar. Skoðum dæmi um klofningsorð: fell > fjall, fjöll skel > skjöldur, skjaldar berg > bjarg, björg ferð > fjörður, fjarðar Verkefni 10 B Finnið fleiri klofningsorð. 10.3 i -hljóðvarp hófst um svipað leyti og klofningin. Við i -hljóðvarp breyttist eitt hljóð í annað fyrir áhrif frá i sem síðar gat fallið á brott eða breyst í j . Skoðum dæmi: jó, (j)ú > ý (ljós – lýsa, mjúkur – mýkri, hnútur – hnýta) (j)u, o > y (þunnur – þynnri, hjuggu – hyggi, sonur – synir) au > ey (raun – reyna) á, ó > æ (sár – særður, óp – æpa) a > e (land – lenda) e > i (gefa – gifta) o > e (koma – kem) Takið eftir því, þegar um er að ræða i -hljóðvarp, að í 7 tilvikum af 12 breytist eitthvert hljóð í y , ý eða ey . Að átta sig á slíkum víxlum sérhljóða í skyldum orðum hjálpar til við stafsetningu. Verkefni 10 C Finnið fleiri dæmi um i -hljóðvarp. 10.4 u -hljóðvarp kallast eftirtaldar hljóðbreytingar: a > ö band – bönd a > u sumar – sumur Verkefni 10 D Finnið fleiri dæmi um u -hljóðvarp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=