Gullvör

69 10. kafli Hljóðbreytingar Í tímans rás hafa orðið margs kyns breytingar á tungumálinu sem við tölum. Í þessum kafla verður rætt um fjórar algengar breytingar sem hafa sumar í rauninni ekki orðið í íslensku sem sjálfstæðu máli heldur á frumnorrænum eða germönskum tíma. Þær eru hljóðskipti , klofning , i -hljóðvarp og u -hljóðvarp . 10.1 Hljóðskiptin eru mjög gömul í málinu og miklu eldri en íslenska málið. Hljóðskipti eiga sér einkum stað í kennimyndum sterkra sagna. Skoðum dæmi: grípa – greip – gripum – gripið Hér skiptast á þrjú mismunandi sérhljóð: í, ei og i . Skoðum annað dæmi: fljúga – flaug – flugum – flogið Hljóðin sem hér skiptast á eru: jú , au , u og o . Talað er um sjö ólíkar hljóðskiptaraðir sem sjást í beygingu orða. Þær eru: í – ei – i ( sjá km. so. að bíta ) jó, jú, ú – au – u – o ( sjá km. so. bjóða, fljúga, súpa ) e, i – a – u – o, u ( sjá km. so. bresta, finna ) e, o – a – á – u, o ( sjá km. so. nema, sofa ) e, i – a – á – e ( sjá km. so. gefa, sitja ) a – ó – ó – a, e ( sjá km. so. fara, taka ) á – ó ( sjá orðin glápa – glópur; rámur – rómur ) Verkefni 10 A Finnið 5 sterkar sagnir, beygið þær í kennimyndum og skrifið niður hljóðin sem skiptast á innan kennimyndanna. Dæmi bíta, beit, bitum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=