Gullvör

68 9.6 Lokaðir og opnir orðflokkar Nokkrir orðflokkar hafa þann galla, ef hægt er að orða það þannig, að ekki er hægt að bæta við þá nýjum orðum. Nafnháttarmerki er sérstakur orðflokkur, bara eitt orð, að á undan nafnhætti sagnar. Forsetningar í málinu verða ekki fleiri en þær eru nú og það sama gildir um samtengingar . Þess vegna er sagt að þessir flokkar séu lokaðir. Fornöfn eru lokaður orðflokkur og það sama gildir í raun um töluorð þó að eðli málsins samkvæmt sé hægt að teygja tölurnar fram í það óendanlega. Heitin á þeim eru alltaf þau sömu og þar er ekki að vænta neinna nýyrða. Greinir er að sjálfsögðu lokaður orðflokkur. Lokuðu orðflokkarnir eru samkvæmt þessu sex; opnir orðflokkar, þeir sem geta bætt við sig nýjum orðum, eru þá fimm; nafnorð, lýsingarorð, sagnorð, upphrópanir og atviksorð . Upprifjun við 9. kafla: 1. Hvaða orðflokkur er aðeins eitt orð? 2. Í hvaða flokki eru orð sem standa án náinna tengsla við önnur orð og tákna oft óvænta undrun, gleði eða reiði? 3. Í hvaða orðflokki eru orð sem þjóna þeim tilgangi að breyta falli á fallorðum sem þau standa með? 4. Hvað orð þjóna því hlutverki að tengja saman orð og setningar? 5. Hvaða smáorð geta stigbreyst? 6. Hvað er lokaður orðflokkur? 7. Hvaða smáorðaflokkar eru lokaðir? Hverjir þeirra eru þá opnir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=