Gullvör

5 Þar (beygist ekki) óbeygjanlegt orð (ób.) býr (að búa, býr, bjó, tíðbeygist) sagnorð (so.) frænka (frænka, um frænku, frá frænku, til frænku, fallbeygist) fallorð (fo.) mín. (mín, um mína, frá minni, til minnar, fallbeygist) fallorð (fo.) Verkefni 1 A Greinið eftirfarandi texta í fallorð (fo.), sagnorð (so.) eða óbeygjanleg orð (ób.): Ég var í veislu heima hjá frænku minni og þar gleymdi ég símanum mínum. Ég sneri við og sótti hann. Ekki hafði verið hringt til mín á meðan. 1.2 Orðflokkarnir eru ellefu Þegar talað er um orðflokkagreiningu er átt við mun nákvæmari skiptingu en hér er nefnd. Þá er fallorðum skipt í fimm flokka og óbeygjanlegum orðum í aðra fimm en sagnorð skiptast ekki í undirflokka. Orðflokkarnir eru því ellefu. Þrískiptingin, sem hér er talað um, er sett fram til að skipa þessum ellefum flokkum í yfirflokka eftir sameiginlegum einkennum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=