Gullvör

67 9.5.2 Atviksorðum má skipta í undirflokka eftir merkingu eins og hér er sýnt: háttaratviksorð (vel, illa, sæmilega, ágætlega …) staðaratviksorð (hér, þar, hérna, þarna, úti, inni, uppi, niðri …) tíðaratviksorð (nú, þá, áður, fyrr, núna, seinna …) áhersluatviksorð (mjög, frekar, ofsalega …) spurnaratviksorð (hvar, hvenær, hvernig …) neitun (ekki, eigi …) Atviksorð eru mjög mörg í málinu og afar fjölbreytileg. Hér verða aðeins sýnd örfá dæmi: Þetta er afar ( áhersluatviksorð ) vel ( háttaratviksorð ) unnið. Hún er ekki ( neitun ) komin. Þau eru úti ( staðaratviksorð ). Hér ( staðaratviksorð ) er Ingimundur. Oft ( tíðaratviksorð ) kemur Jónína til þín. Héðan ( staðaratviksorð ) er fagurt útsýni. Hefur þú komið hingað ( staðaratviksorð ) áður ( tíðaratviksorð )? Þetta gekk ágætlega ( háttaratviksorð ). Aldrei ( tíðaratviksorð ) skal það verða. Þar ( staðaratviksorð ) er alltaf ( tíðaratviksorð ) gaman að koma. Sjaldan ( tíðaratviksorð ) hef ég flotinu neitað. Brátt ( tíðaratviksorð ) fer að skyggja. Komdu strax ( tíðaratviksorð ) heim ( staðaratviksorð ). Verkefni 9 E Finnið atviksorð í eftirfarandi texta: Hvenær fer séra Stefán? Hann fer bráðum. Hvernig fer hann? Líklega fer hann ríðandi. Hann á prýðilega tamda hryssu. Hvar er Mosfell? Er það langt í burtu? Já, það er löng leið þangað. Stefán verður ekki kominn heim fyrr en seint. Hann fór að heiman í gær og nú liggur honum á að komast aftur til bús síns. Það vill til að hann er vel ríðandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=