Gullvör

66 Verkefni 9 D Finnið samtengingar í eftirfarandi texta: Maturinn var nægur svo að allir urðu saddir. Ég fer með þótt veðrið verði slæmt. Göngugarparnir fikruðu sig ofar í fjallið til að þeir kæmust í skjól. Því betur sem þú lest þeim mun hærra færðu á prófinu. Hann fór heim sökum þess að verkinu var lokið. Börnin mættu í skólann eftir að kennsla hófst. Ekki byrja fyrr en allt er tilbúið. Ég vil vita hvort leiknum sé lokið. Þú ferð hvort sem hann kemur eða ekki. Ég held að þú ættir að stökkva. Þetta er borgin þar sem ég bjó. 9.5 Atviksorð (ao.) standa oftast með sagnorðum og segja þá til um hvar, hvernig, hvenær eða hve oft eitthvað er eða gerist: Hún er úti ( hvar ) Þetta gekk vel ( hvernig ) Þeir koma seinna ( hvenær ) Þetta gerist stundum ( hve oft ) Stundum standa atviksorð með lýsingarorðum eða öðrum atviksorðum sem áhersluorð: Turninn er mjög hár. Tilraunin tókst ekki vel. 9.5.1 Atviksorð eru eins og önnur smáorð að því leyti að þau hvorki fall- beygjast né tíðbeygjast. Hins vegar stigbreytast sumþeirra. Skoðum dæmi: aftur – aftar – aftast; víða – víðar – víðast; nærri – nær – næst; inn – innar – innst Sum atviksorð hafa óreglulega stigbreytingu þar sem annar stofn er í mið- stigi og efsta stigi en í frumstigi. Skoðum dæmi: illa – verr – verst; snemma – fyrr – fyrst; vel – betur – best Sveini gekk illa , Einari gekk þó verr og Brjáni gekk verst .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=