Gullvör

65 Verkefni 9 C Finnið forsetningar í eftirfarandi texta: Ertu frá Norðfirði? Nei, ég er úr Reykjavík. Ég er af ætt Egils Skalla-Grímssonar sem bjó á Borg á Mýrum. Ég hef búið í Reykjavík frá barnæsku. Foreldrar mínir fluttu úr Borgarfirði til Reykjavíkur þegar ég var í vöggu. Ég bý enn hjá þeim. 9.4 Samtengingar (st.) eru tengiliðir milli orða eða setninga. Þeim má skipta í tvo flokka, aðaltengingar og aukatengingar. Aðaltengingar tengja saman aðalsetningar og einstaka setningarliði en aukatengingar tengja aukasetningar við móðursetningar sínar. Aðaltengingar eru: en, heldur, enda, og, eða, ellegar, bæði – og, hvorki – né, annaðhvort – eða, hvort – eða, ýmist – eða. Skoðum dæmi: Einn fór en hinir urðu eftir. Þeir eru hvorki hér né hinum megin. Ég er hætt enda orðin þreytt. Annaðhvort ferð þú eða ég. Aukatengingar eru rúmlega sjötíu talsins. Þær skiptast í marga flokka og hér verða aðeins sýnd fáein dæmi: Þú ert eins og ég átti von á. Maturinn er til hvenær sem þú vilt. Okkur leið vel af því að við vorum heima. Ég kem ef þú kemur líka. Við förum ekki nema þú verðir með. Til að vera viss um að þekkja sundur aðaltengingar og aukatengingar er auðveldast að læra utanbókar hverjar aðaltengingarnar eru. Þær eru ellefu og lítið mál að muna þær. Þá vitið þið að hinar eru aukatengingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=