Gullvör

64 Verkefni 9 B Finnið upphrópanir í eftirfarandi texta: Hæ, ertu að verða tilbúinn? Já, já, ég er að koma. Ha, hvað tafði þig? Uss, við skulum ekki ræða það núna. Sei, sei, jú, þú ættir að segja mér það. Nei, það kemur ekki til mála. Jæja, gott og vel . 9.3 Forsetningar (fs.) stýra föllum á fallorðum, þ.e. þær standa með fallorði og ákveða í hvaða falli það stendur. Sérhver forsetning stýrir alltaf falli á fallorði. Forsetningar stýra ýmist: a) þolfalli: Girðingin er umhverfis húsið. Bókin er um stríðið. b) þágufalli: Vertu hjá mér. Gjöfin er handa okkur öllum. c) eignarfalli: Þú ferð ekki án mín. Það er ekki til neins. Sumar forsetningar geta til skiptis stýrt þolfalli og þágufalli. Skoðum dæmi: Komdu með skófluna (þf.). Ég ætla að moka þetta með skóflunni (þgf.). Þetta kemur í ljós (þf.). Þá sjáum við það í nýju ljósi (þgf.). Ef forsetningar stýra til skiptis þolfalli og þágufalli tákna þær oft annaðhvort dvöl eða hreyfingu. Dæmi: Ég fór undir brúna (þf.). Ég er undir brúnni (þgf.). Þolfallið táknar hreyfinguna, þágufallið dvölina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=