Gullvör

63 9. kafli Óbeygjanleg orð Í þessum kafla verður fjallað um óbeygjanleg orð. Þau skiptast í fimm flokka sem eru: nafnháttarmerki ( nhm .), upphrópanir ( uh .), forsetningar ( fs .), samtengingar ( st .) og loks atviksorð ( ao .), sem eru afar fjölbreyttur og skrautlegur orðflokkur. Þá er fjallað um lokaða orðflokka . 9.1 Nafnháttarmerki (nhm.) er aðeins eitt orð, að á undan sögn í nafn- hætti. Skoðum dæmi: Við ættum að fara að leggja af stað. Mér finnst gott að skokka. Rakel er að borða. Athugið að smáorðið að getur líka verið forsetning , atviksorð eða samtenging . Alltaf verður að skoða vel stöðu orðsins áður en reynt er að greina hvaða orðflokki það tilheyrir. Verkefni 9 A Finnið nafnháttarmerki í eftirfarandi texta: Gaman væri að ganga á fjallið. Mér var sagt að það væri erfitt að komast að bestu gönguleiðinni að austanverðu. Ég hef lengi ætlað að drífa mig af stað og ég veit að mér mun takast að koma því í verk að lokum. Af fjallinu er margt að sjá . 9.2 Upphrópanir (uh.) draga nafn sitt af því að þær eru gjarnan hrópaðar upp og lýsa oft undrun, gleði, reiði o.s.frv. Upphrópanir standa án tengsla við önnur orð og tákna oft óvænt viðbrögð. Skoðum dæmi: ha, uss, já, nei, hæ, hó

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=