Gullvör

62 8.2 Dæmi um fulla greiningu: Fundur var haldinn í skólanum eftir hádegið. Þangað komu margir nemendur . Fundur no. kk. et. nf. sb. án gr. var so. 3.p. et. fh. þt. gm. sb. haldinn so. X X lh. þt. gm. sb. var haldinn = þm. í ób. skólanum no. kk. et. þgf. vb. m.gr. eftir ób. hádegið. no. hk. et. þf. sb. m.gr. Þangað ób. komu so. 3.p. ft. fh. þt. gm. sb. margir lo. kk. ft. nf. sb. fst. hlst. nemendur.no. kk. ft. nf. vb. án gr. Verkefni 8 Fullgreinið textann sem fer hér á eftir. Það er ekki nauðsynlegt að greina alla söguna. Til að byrja með er nóg að greina fyrstu málsgreinina: Flagðið í Vesturbergi Sagt var að húsamálarar hefðu einhvern tíma verið að sandblása blokk við Vesturberg í Breiðholtinu. Þegar þeir voru um það bil hálfnaðir bar svo við að einn þeirra hvarf og kom ekki aftur. Meistarinn ákvað að kanna málið og fór sjálfur á vinnupallinn og lét sig síga niður með húshliðinni. Er félagar hans drógu pallinn upp aftur var hann hvergi sjáanlegur. Piltur nokkur sem var þar handlangari var þá sendur niður að halda verkinu áfram. Er hann hefur sandblásið þar nokkra stund opnast gluggi á blokkinni og út kemur hönd gildvaxin í rauðri ermi, með lakkaðar neglur og hring á hverjum fingri, og gerði sig líklega til að grípa hann. Kallaði hann þá til vinnufélaga sinna og bað þá hífa sig upp sem skjótast. Þeir brugðu undir- eins við og náðu honum upp á þakskeggið eftir nokkur átök. Var hann þá orðinn berfættur á vinstra fæti. Eftir þetta létu þeir af sandblæstrinum og var blokkin því aldrei máluð nema til hálfs. (Úr Tröllasögum 1991)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=