Gullvör

61 8. kafli Fullgreining Í köflunum hér að framan hefur verið farið yfir helstu greiningar- atriði fallorða og sagnorða . Auk þess hefur verið minnst á þriðja yfirflokkinn, óbeygjanleg orð . Nú er komið að því að reyna hvað þið kunnið. Hér á eftir skoðum við það sem kallað er fullgreining . Þá takið þið texta og byrjið á að greina hann í orðflokka. Þeir eru: greinir (gr.) , nafnorð (no.) , lýsingarorð (lo.) , töluorð (to.) , fornöfn (fn.) og sagnorð (so.) . Orð sem falla ekki undir þessa flokka greinum við að þessu sinni öll sem óbeygjanleg orð (ób.) . Greiningaratriðin 8.1 Byrjum á að rifja upp það sem þið hafið lært um greiningu fallorða og sagnorða: Greinir: kyn – tala – fall Nafnorð: kyn – tala – fall – beyging – m/án greinis Lýsingarorð: kyn – tala – fall – beyging – stig – staða Töluorð: Greiningu sleppt, má þó stundum greina kyn – tölu – fall Fornöfn: kyn – tala – fall Sagnorð: persóna – tala – háttur – tíð – mynd – beyging

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=