Gullvör

58 Verkefni 7 D Skrifið upp eftirfarandi texta og strikið undir ópersónulegar sagnir: Mér finnst að þú ættir að borða eins og þig langar til af þessum kökum. Konan sem bakaði þær verður bara glöð ef hún sér að einhverjum hefur líkað við þær. Gættu þess samt að þér verði ekki illt . Orsakarsagnir 7.6 Orsakarsagnir kallast veikar sagnir sem eru dregnar af 2. kennimynd sterkra sagna , oft með i -hljóðvarpi. Venjulega eru orsakarsagnirnar skyldar sterku sögnunum merkingarlega. Skoðum dæmi: líta leit litum litið / leita leitaði leitað fara fór fórum farið / færa færði fært Verkefni 7 E Finnið og beygið í kennimyndum orsakarsagnir af eftirtöldum sterkum sögnum: bíta, fjúka, renna, smjúga, njóta, rísa, kunna, þjóta Rifjið upp kafla 6.7.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=