Gullvör

57 Verkefni 7 C Beygið eftirtaldar sagnir í kennimyndum: bíta, sigla, halda, gróa, vinna, kunna, kenna, kanna, segja, spinna, trúa, gefa, hvolfa, liggja, glymja, læra, eiga, reisa, vera, snúa Ópersónulegar sagnir 7.5 Ópersónulegar kallast þær sagnir sem ekki breytast eftir því með hvaða persónu og tölu þær standa . Ópersónulegar sagnir standa alltaf í 3. persónu eintölu. Skoðum dæmi: Mig langar heim. Við skiptum um persónu og segjum þig langar heim og svo hann/hana langar heim. Sagnorðið breytist ekki. Næst skiptum við um tölu og segjum okkur langar heim, ykkur langar heim og þá langar heim. Sögnin stendur óbreytt. Hún er ópersónuleg. Skoðum til samanburðar sögnina að hlaupa . Við segjum ég hleyp , þú hleypur , hann hleypur . Því næst skiptum við um tölu og segjum við hlaupum , þið hlaupið og þeir hlaupa . Þessi sögn breytist eftir persónum og tölum og er þess vegna persónuleg . Sumar sagnir geta bæði verið persónulegar og ópersónulegar. Við tökum sem dæmi sögnina að minna : ég minni á loforðið mig minnir þetta þú minnir á loforðið þig m innir þetta hún minnir á loforðið hana minnir þetta við minnum á loforðið okkur minnir þetta þið minnið á loforðið ykkur minnir þetta þær minna á loforðið þær minnir þetta Í fyrra tilvikinu breytist sögnin þegar skipt er um persónu eða tölu. Þar er hún persónuleg. Í síðara tilvikinu breytist hún ekki. Þar er hún óper- sónuleg og hefur aðra merkingu en þegar hún er persónuleg. Ópersónulegar sagnir standa með fallorði í aukafalli. Gerandinn er ekki í nefnifalli eins og hjá persónulegu sögnunum. Rifjið upp kafla 5.1 og 5.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=