Gullvör

56 Verkefni 7 B Greinið mynd undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta: Þú braust á þér tána þegar þú stökkst ofan af stólnum. Þú hefðir betur sest í stólinn. Hér er bókin sem þú lést mig fá. Þú lest hana í kvöld. Þú hefur lést um nokkur kíló við þessar þrengingar. Blönduð beyging sagna 7.4 Blönduð beyging sagna nær aðeins yfir 14 orð . Það eru annars vegar núþálegar sagnir og hins vegar ri-sagnir . 7.4.1 Núþálegar sagnir eru 10 : eiga, mega, unna, kunna, muna, munu, skulu, þurfa, vita, vilja . Kennimyndir þeirra eru fjórar: nafnháttur (nh.nt.), fyrsta persóna eintala framsöguháttur nútíðar (1.p.et.fh.nt), fyrsta persóna eintala framsögu- háttur þátíðar (1.p.et.fh.þt), og lýsingarháttur þátíðar (lh.þt.). Hér eru sýnd dæmi um kennimyndir af sögnunum að vita og að þurfa . Takið eftir því að nú eru hjálparorðin önnur en við sterkar sagnir: (að) (ég nt.) (ég þt.) (hef) vita veit vissi vitað þurfa þarf þurfti þurft Þannig beygjast allar núþálegu sagnirnar nema munu og skulu sem eru óreglulegar. Þær er ekki hægt að beygja í kennimyndum á venjulegan hátt. 7.4.2 - ri sagnirnar eru fjórar : róa, gróa, núa og snúa . Kennimyndir þeirra eru þrjár. Þær beygjast eins og veikar sagnir: (að) (ég þt.) (hef) róa reri róið núa neri núið Rifjið upp kafla 6.7, 6.7.1, 6.7.2 og 6.7.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=