Gullvör

55 Verkefni 7 A Greinið persónu, tölu hátt, tíð og mynd undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta: Ég fór í sveitina í vor. Þar var ég þar til slætti lauk. Túnin voru slegin í júlí. Svo var heyið hirt. Eftir það tók ég rútu austur á Hérað því að ég hef svo gaman af að ferðast. 7.3 þþ-reglan Miðmynd myndast með því að bæta - st við germyndina. Við getum þess vegna gengið út frá því að ef sögn endar á - st þá sé þar með ljóst að hún standi í miðmynd. Frá þessu er þó ein undantekning. Hún hljóðar þannig: Sterkar sagnir mynda 2. persónu eintölu í þátíð með því að bæta - st við s ögnina. Skoðum dæmi: að fljúga ég flaug þú flaug st fuglinn flaug Sögnin að grípa verður þú greipst; að fara verður þú fórst; að bera verður þú barst. Með því að skipta um persónu getum við séð hvort um er að ræða miðmynd eða germynd: Þú fékkst fallega jólagjöf. Breytum sögninni í 1. persónu. Ég fékk fallega jólagjöf. Þetta - st sem kemur á sögnina í 2. p. fellur út þegar skipt er yfir í 1. p. Þá er þetta germynd. Skoðum annað dæmi: Þú komst í úrslit. Breytum í 1.p.: Ég komst í úrslit. Endingin - st fellur ekki brott. Þá er þetta miðmynd. Nafnið á þessari reglu er dregið af hjálparorðunum þú í þátíð .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=