Gullvör

54 ekki sagt Fuglinn er floginn af einhverjum öðrum . Ef við segjum hins vegar Flugvélinni var flogið þá er það þolmynd af því að einhver hefur framkvæmt það. Flugvélinni var flogið af flugmanninum . 7.1.2 Allar sagnir standa annaðhvort í germynd eða miðmynd . Þolmyndin er sett saman úr tveimur sögnum sem hljóta að standa annaðhvort í germynd eða miðmynd. Þess vegna greinum við sagnirnar fyrst í germynd eða miðmynd og þolmyndina greinum við sérstaklega á eftir. 7.1.3 Ekki geta allar sagnir staðið í þolmynd . Þar má nefna sagnirnar að vera , að verða , að vilja o.m.fl. Ef við segjum Hann er orðinn stór vantar gerandann. Sagnirnar að vera og að vilja geta einfaldlega ekki staðið í þessari stöðu. Þetta sama á við um miðmynd. Þær sagnir sem hér voru nefndar geta heldur ekki staðið í miðmynd og svo er um margar fleiri. 7.2 Dæmi um greiningu sagna eftir persónum, tölum, háttum, tíðum og myndum: Bílnum var ekið í áttina að húsinu. Vegurinn hafði verið malbikaður nýlega. pers. tala háttur tíð mynd var 3.p. et. fh. þt. gm. ekið X X lh. þt. gm. var ekið = þm. hafði 3.p. et. fh. þt. gm. verið X X lh. þt. gm. malbikaður X X lh. þt. gm. hafði verið malbikaður = þm.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=