Gullvör

52 Full greining sagnorða 6.8 Dæmi um fulla greiningu sagnorða eftir persónum, tölum, háttum, tíðum, myndum og beygingu, öllum greiningaratriðum eru gerð skil: Getur þú komið með að veiða í Þverá? Það væri gaman ef þú kæmist . Við ætlum gangandi út að ánni og reisum þar tjald. pers. tala háttur tíð mynd beyging Getur 2. p. et. fh. nt. gm. sb. komið X X lh. þt. gm. sb. veiða X X nh. nt. gm. vb. væri 3. p. et. vh. þt. gm. sb. kæmist 2. p. et. vh. þt. mm. sb. ætlum 1. p. ft. fh. nt. gm. vb. gangandi X X lh. nt. gm. sb. reisum 1. p. ft. fh. nt. gm. vb. Verkefni 6 L Greinið persónu, tölu, hátt, tíð, mynd og beygingu undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta: Síðast þegar við vorum við vatnið veiddist vel. Ég fékk nokkra fiska. Félagar mínir veiddu líka dálítið. Silungurinn reyndist bragðgóður og við borðuðum sumt af honum en reyktum hitt. Silunginn hengdum við upp í reykkofanum. Best er að nota tað til að reykja silung. Upprifjun fyrir 6. kafla: 1. Hver eru greiningaratriði sagnorða? 2. Hvað heita hættir sagna og hve margir eru þeir? 3. Hverjir eru persónuhættirnir? 4. Hverjir eru fallhættirnir? 5. Hvað er það sem greint er við persónuhætti en ekki við fallhætti? 6. Hvað heita myndir sagna? 7. Hvernig er miðmynd mynduð af germynd? 8. Hvaða munur er á kennimyndum sterkra og veikra sagna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=