Gullvör

51 Kennimyndir 6.7.3 Að beygja sagnir í kennimyndum . Þegar sagnir eru beygðar í kennimyndum er gott að hafa tvennt í huga. Annars vegar að ef önnur kennimyndin (ég þt.) er aðeins eitt atkvæði , þá er sögnin sterk og kennimyndirnar fjórar. Ef hins vegar sögnin er meira en eitt atkvæði og endar á - ði , - di eða - ti í annari kennimynd (ég þt.), þá er hún veik og kennimyndirnar bara þrjár. Skoðum nú dæmi um nokkrar sagnir sem beygðar eru í kennimyndum. Við notum sömu hjálparorðin fyrir veikar og sterkar sagnir og X er sett við þriðju kennimynd veikra sagna: (að) (ég þt.) (við þt.) (hef) líta leit litum litið keyra keyrði X keyrt bera bar bárum borið vera var vorum verið hafa hafði X haft koma kom komum komið mála málaði X málað Verkefni 6 K a) Beygið eftirtaldar sagnir í kennimyndum: krjúpa, bjóða, breyta, merkja, fara, tengja, kynna, kenna, setja, drekka, berja, éta b) Finnið nokkrar sagnir sem lýsa því sem þið gerið dagsdaglega og beygið þær í kennimyndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=