Gullvör
50 Skoðum sögnina að hlaupa og finnum kennimyndir hennar með því að nota hjálparorðin sem gefin eru upp innan sviganna ofan við sagnorðin: (að) (ég þt.) (við þt.) (hef) hlaupa hljóp hlupum hlaupið Þannig beygjast allar sterkar sagnir: fljúga flaug flugum flogið bresta brast brustum brostið Verkefni 6 I Beygið eftirtaldar sagnir í kennimyndum: grípa , taka , sjóða , bíta 6.7.2 Veikar sagnir hafa þrjár kennimyndir. Þær eru nafnháttur (nh.nt.), fyrsta persóna eintala framsöguháttur þátíðar (1.p.et.fh.þt), og lýsingar- háttur þátíðar (lh.þt.). Þriðju kennimynd sterkra sagna (við þt.) er sleppt þar sem hún er óþörf hjá veikum sögnum til að sýna beyginguna. Við tökum dæmi af sögninni að skrifa og aftur notum við hjálparorð til að finna kennimyndirnar. (að) (ég þt.) (hef) skrifa skrifaði skrifað Kennimyndir allra veikra sagna eru þannig: telja taldi talið borða borðaði borðað Verkefni 6 J Beygið eftirtaldar sagnir í kennimyndum: hella, berja, skima, tálga
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=