Gullvör
49 Verkefni 6 G a) Greinið mynd undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta: Viðskiptavinurinn lagði fram stóra pöntun. Stúlkan í afgreiðsl- unni snaraðist inn í vörugeymslu og kom brátt aftur með fullt af vörum sem hún lagði á borðið. Þá var viðskiptavinurinn farinn. Stúlkan neyddist til að fara með vörurnar inn aftur og reiddist dálítið sem vonlegt var. b) Búið til setningar úr eftirtöldum sagnorðum, tvær fyrir hverja sögn og hafið germynd í annarri setningunni en miðmynd í hinni. Athugið að stundum þarf að bæta við orði eða orðum eins og þið sáuð með sögnina að fljúgast hér að framan þar sem varð að bæta smáorðinu á við til að fá rétta merkinguna: Dæmi: beygja – Hann beygði (gm.) út af veginum – Öll fallorð beygjast (mm.) í föllum hjálpa , mata , hrífa , skrifa , ráða , b íta, bjóða , draga Verkefni 6 H Greinið persónu, tölu, hátt, tíð og mynd undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta. Það er gert eins og í 6.2 og 6.5 nema nú bætist við mynd , germynd (gm.) eða miðmynd (mm.): Gunnólfur tók þátt í hlaupi um helgina. Hann hefur oft náð góðum árangri enda hefur hann verið hlaupandi síðan hann var ungur. Ég sóttist alltaf eftir að keppa við hann. Það tókst loks í fyrra. Við komum á sama tíma í mark. Gaman væri að vinna hann einhvern tíma. Beyging sagna 6.7 Beyging sagna er þrenns konar: sterk beyging (sb.), veik beyging (vb.) og blönduð beyging (bb.). Hér er fjallað um sterka og veika beygingu . Blandaða beygingin verður skoðuð í 7. kafla. – Til að finna beygingu sagna skoðum við kennimyndir (km.) þeirra. 6.7.1 Sterkar sagnir hafa fjórar kennimyndir. Þær eru nafnháttur, (nh. nt.) fyrsta persóna eintala framsöguháttur þátíðar (1.p.et.fh.þt), fyrsta persóna fleirtala framsöguháttur þátíðar (1.p.ft.fh.þt) og lýsingarháttur þátíðar (lh.þt.).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=