Gullvör
48 Verkefni 6 F Greinið persónu, tölu, hátt og tíð undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta (munið að þið greinið ekki persónu eða tölu við fallhætti): Lastu bókina? Já, hún var skemmtileg. Er bróðir þinn búinn að lesa hana? Nei, hann hefur verið upptekinn. En systir mín las hana. Hún var enn hlæjandi þegar ég fór að heiman. Myndir sagna 6.6 Myndir sagna eru þrjár, germynd , miðmynd og þolmynd . Skoðum nú germynd og miðmynd. Reglan um germynd og miðmynd er ofureinföld: Öll sagnorð standa í germynd þar til við þau er bætt - st , eftir það standa þau í miðmynd . Skoðum dæmi: Björn kyssti Gunnu. Jón barði Björn. Hér eru sagnorðin í germynd. Björn og Gunna kysstust . Jón og Björn börðust . Nú eru sagnorðin í miðmynd. Sagnir breyta oft um merkingu þegar þær eru settar í miðmynd en oft er merkingin þó skyld grunnmerkingunni. Skoðum dæmi: Skipið fór í gær. Hér er sagnorðið í germynd. Skipið fórst í gær. Nú er sagnorðið í miðmynd og merkingin hefur breyst. Skoðum fleiri dæmi: Að láta merkir að afhenda eða samþykkja. Að látast merkir að deyja eða þykjast. Að fljúga merkir að lyfta sér frá jörðu. Að fljúgast (tekur með sér á) merkir að standa í átökum. Að klæða merkir að færa einhvern í föt. Að klæðast merkir að klæða sig sjálfa/n. Að byggja merkir að reisa hús. Að byggjast merkir að óbyggt svæði hafi breyst í byggð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=