Gullvör

47 Verkefni 6 E a) Búið til setningar þar sem eftirtalin sagnorð koma fyrir, sex setningar fyrir hvert sagnorð og látið sagnorðið koma fyrir í öllum sex háttunum. Skrifið við hverja setningu í hvaða hætti sagnorðið stendur: Dæmi: Ég les heima (fh.), þótt ég lesi hægt (vh.), lestu greinina (bh.), hann er að lesa blaðið (nh.), hún var lesandi í alla nótt (lh. nt.), ég hef lesið bókina (lh. þt.) Gerið nú eins við eftirtaldar sagnir: bjóða, svífa, sigla b) Greinið hætti undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta: Allt í einu heyrði ég hávaða ofan af loftinu. Brátt kom Jóngeir svífandi fram á stigapallinn. Hann baðaði út höndunum til að reyna að ná jafnvæginu. „Komdu þér út, bölvaður ódámurinn þinn,“ var öskrað innan úr herberginu. Sá sem hafði sagt þetta birtist nú á pallinum. „Hafðu þetta. Þú ættir skilið að fá rækilega ráðningu,“ urraði hann. Honum var augsýnilega skemmt og hann virtist ekki hafa áhyggjur af því þótt Jóngeir dytti fram af pallinum. 6.5 Dæmi um greiningu sagnorða eftir persónum, tölum, háttum og tíðum. Steinunn flýgur til Akureyrar. Hún hefur dvalið þar áður. Þá var hún að vinna í verksmiðju og fór oftast gangandi í vinnuna. Sendið henni nú þetta bréf. pers. tala háttur tíð flýgur 3.p. et. fh. nt. hefur 3.p. et. fh. nt. dvalið X X lh. þt. var 3.p. et. fh. þt. vinna X X nh. nt. fór 3.p. et. fh. þt. gangandi X X lh. nt. Sendið 2.p. ft. bh. nt. Munið það sem nefnt var í 6.3, að við fallhætti greinum við hvorki persónu eða tölu. Í þá reiti setjum við X.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=