Gullvör

46 Samantekt um hætti sagna 6.4 Hættir sagna hafa mismunandi merkingu Hættirnir sex þjóna þeim tilgangi að breyta merkingu sagnarinnar eftir því hvað er verið að segja. Oftast er auðvelt að þekkja hættina í sundur. 6.4.1 Persónuhættir: Framsöguháttur : bein framsögn, frásögn án skilyrða eða bein spurning: Ég gríp boltann. Við stóðum þar. Hún hleypur lengi. Áttir þú þetta blað? Skilurðu þetta? Viðtengingarháttur : táknar möguleika, eitthvað háð skilyrði, bæn, ósk: Ég kemst þótt ég fari hægt. Þeir töldu að þeir gætu þetta. Gangi þér vel. Guð hjálpi þér. Ég færi ef ég gæti . Boðháttur : bein skipun í 2. persónu eintölu eða fleirtölu: Komdu með mér. Vertu kyrr. Sittu bein. Hafðu lágt. Grípið tækifærið. Siglið skipinu til hafnar. 6.4.2 Fallhættir: Nafnháttur ; heitið (nafnið) á sagnorðinu, uppflettimyndin: Þetta er sögnin að dvelja ; sögnin að kúra . Hann er að lesa , hún er að skrifa . (Ath. að nafnháttarmerkið að er ekki hluti af sögninni.) Lýsingarháttur nútíðar ; endar á -andi , stendur með annarri sögn: Hann kom akandi . Þeir fóru grátandi út. Hún er sofandi . Lýsingarháttur þátíðar ; myndast með hjálparsögn (einni eða tveimur): Bergur hefur lokið verkinu. Björg er orðin gömul. Þeir bræður munu hafa komið hér. Göngin voru grafin um haustið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=