Gullvör

45 6.3.1 Lýsingarháttur nútíðar er auðþekktur. Hann endar alltaf á -andi . Skoðum dæmi: Hún kom syngjandi inn ganginn. Þú ert vel skrifandi . Ljósið var logandi þegar ég kom heim. Barnið var skríðandi á fjórum fótum. Verkefni 6 C Sýnið lýsingarhátt nútíðar af eftirtöldum sögnum: Dæmi: sögnin að lesa , lesandi hlaupa, fagna, hjóla, renna, sjóða, svíkja 6.3.2 Lýsingarháttur þátíðar myndast með hjálparsögn. Hann táknar það sem er liðið eða hefur verið gert. Skoðum dæmi: Jón hefur skrifað ritgerðina. Aðalsögnin í setningunni er sögnin að skrifa . Sögnin að hafa er hér aðeins til aðstoðar við aðalsögnina, til að breyta merkingu hennar lítillega. Hún kallast hjálparsögn . Skoðum fleiri dæmi: Bíllinn var sóttur daginn eftir. Ég hef verið eltur lengi. Jónína hefur legið veik heima. Bókin verður lesin . grafa, fljóta, fljúga, byggja, falla, henda Verkefni 6 D Sýnið lýsingarhátt þátíðar af eftirtöldum sögnum. Notið hjálparsögnina að hafa : Dæmi: að bíta , hef bitið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=