Gullvör

44 6.2 Dæmi um greiningu sagnorða eftir persónum, tölum, háttum og tíðum . Í þessu dæmi koma aðeins fyrir þrír af háttunum, þ.e. persónuhættirnir: framsöguháttur , viðtengingarháttur og boðháttur . Nú kæmi sér vel ef þú ættir penna. Vertu heima við í dag. Hvar eru piltarnir? Þeir fóru áðan. Pers. tala háttur tíð kæmi 3.p. et. vh. þt. ættir 2.p. et. vh. þt. Vertu 2.p. et. bh. nt. eru 3.p. ft. fh. nt. fóru 3.p. ft. fh. þt. Verkefni 6 B a) Greinið persónu, tölu, hátt og tíð undirstrikuðu sagnorðanna í eftirfarandi texta. Í verkefninu koma aðeins fyrir framsöguháttur , viðtengingarháttur og boðháttur : Ég vil að þú komir með okkur. Taktu saman dótið þitt og pakkaðu því niður. Bráðum fer vagninn og við reiknum með því að allt gangi vel. b) Sýndu eftirtaldar sagnir í framsöguhætti (1.p. et. nt.), í viðteng- ingarhætti (1.p. et. nt.) og boðhætti (et.): Dæmi: gefa > ég gef (fh.) – þótt ég gefi (vh.) – gefðu (bh.) fara, brjóta, grípa, súpa, síga, verja, kenna 6.3 Fallhættir Fallhættir sagnorða eru þrír eins og áður hefur komið fram, nafnháttur , lýsingarháttur nútíðar og lýsingarháttur þátíðar . Í 5. kafla var rætt um nafnhátt. Nú skoðum við hina tvo. Þegar við greinum sagnir í fallháttum greinum við hvorki persónu eða tölu. Sú greining tilheyrir persónuháttunum enda draga þeir nafn sitt af því. Þess í stað setjum við X.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=