Gullvör

43 Nú er sögnin að eiga komin í viðtengingarhátt. Óbein ræða er ekki afmörkuð með gæsalöppum. Beinni ræðu er alltaf hægt að breyta í óbeina ræðu og öfugt. Björn sagði að flugvélin væri lent. Þetta er óbein ræða. Sögnin að vera er hér í viðtengingarhætti. Nú breytum við þessu í beina ræðu, setjum gæsalappir og sögnina í framsöguhátt. „Flugvélin er lent,“ sagði Björn Verkefni 6 A a) Breytið beinni ræðu í óbeina í eftirfarandi setningum með því að búa til viðtengingarhátt. Dæmi: „Það þarf að vökva blómin,“ sagði Steingrímur > Steingrímur sagði að það þyrfti að vökva blómin . „Laxinn gengur í árnar,“ sagði Friðfinnur. „Hún er að lesa,“ segir Einar. „Eldurinn deyr út,“ segir Arna. „Bókin er góð,“ segir Guðrún. b) Breytið óbeinni ræðu í beina í eftirfarandi setningum með því að breyta viðtengingarhætti í framsöguhátt. Dæmi: Þórarinn segir að Björn sé bestur. > Þórarinn segir: „Björn er bestur.“ Munið eftir gæsalöppunum: Gunnfríður segir að veðrið hafi versnað. Baldur spyr hvort einhver ætli með. Hildur kallaði á eftir mér hvort ég vildi ekki kaffi. Ása spurði hvar Helga væri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=