Gullvör

42 Ég fer … er bein frásögn, bein yfirlýsing án skilyrða. Það kallast framsöguháttur. … að ég fari … er háð skilyrði, táknar möguleika, eitthvað sem er óvíst. Það kallast viðtengingarháttur. Það sama gerist í seinna tilvikinu. Björn er … þetta er framsöguháttur … að Björn sé … þetta er viðtengingarháttur. Bein spurning stendur í framsöguhætti: Sóttir þú töskuna? Verður hann lengi? Gætið þess að rugla ekki saman framsöguhætti og boðhætti. Boðháttur er, aðeins til í 2. persónu, et. eða ft., og táknar boð eða skipun. Viðtengingarhátt af sögn má alltaf finna með því að setja orðin þótt ég fyrir framan orðið: Þótt ég sæki þetta ekki … þótt ég fari á morgun … o.s.frv. 6.1.2 Bein og óbein ræða Bein ræða er það kallað þegar eitthvað er tekið orðrétt upp eftir einhverjum. Bein ræða er venjulega afmörkuð með gæsalöppum. Merkingarmun framsöguháttar og viðtengingarháttar sjáum við vel ef við skoðum beina og óbeina ræðu: „Ég á góðan bíl,“ sagði Sveinn. Hér er sögnin að eiga (skáletruð) í framsöguhætti. Takið eftir því, þó að það komi háttunum ekki beint við, að bein ræða er afmörkuð með gæsalöppum eins og áður sagði. Óbein ræða er það kallað þegar sagt er frá því að einhver hafi sagt eitthvað í stað þess að hafa það beint eftir: Sveinn sagði að hann ætti góðan bíl. Viðtengingarháttur getur táknað ósk eða bæn. Dæmi: Gangi þér vel. Fari það norður og niður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=