Gullvör

41 6. kafli Sagnorð II Í þessum kafla er fjallað um greiningaratriði sagnorða . Þau eru sex, persóna , tala, háttur , tíð , mynd og beyging . Í þessum kafla verður farið í að skýra framsöguhátt , viðtengingarhátt , lýsingarhátt nútíðar og lýsingarhátt þátíðar . Einnig er rætt um það sem kallast bein og óbein ræða . Hættirnir skiptast í persónuhætti og fallhætti . Myndir sagna eru þrjár, germynd , miðmynd og þolmynd , og við skoðum fyrstu tvær. Beyging sagna er þrenns konar, sterk , veik og blönduð . Hér verður litið á sterka og veika beygingu og fjallað verður um kennimyndir sagna sem eru mismunandi eftir beygingu þeirra. 6.1 Persónuhættir . Hættir sagna eru sex, eins og fyrr kom fram. Þrír þeirra, framsöguháttur , viðtengingarháttur og boðháttur kallast einu nafni persónuhættir . Um boðhátt var rætt í 5. kafla. Hinir tveir verða skoðaðir hér á eftir. 6.1.1 Framsöguháttur (fh.) og viðtengingarháttur (vh.) . Við byrjum á að skoða sögnina að fara í eftirfarandi setningum: Ég fer á sunnudaginn. Ég hugsa að ég fari á sunnudaginn. Í fyrri setningunni er bein og afdráttarlaus yfirlýsing; ég fer. Í seinni setningunni er lýst yfir möguleika. Ég er ekki viss, ég held að ég fari. Skoðum annað dæmi: Björn er heima. Ég held að Björn sé heima. Hér er það sama á ferðinni. Í fyrra tilvikinu er Björn áreiðanlega heima en í seinna dæminu er það óvíst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=