Gullvör

40 5.7 Dæmi um greiningu sagnorða eftir persónum, tölum og tíðum Ég fékk nýtt hjól í afmælisgjöf. Foreldrar mínir gáfu mér það. Nú fer ég út að hjóla. Þið megið gjarnan koma með. Verkefni 5 H Greinið persónu, tölu og tíð undirstrikuðu sagnorðanna í eftir- farandi texta: Ein kom á undan hinum í mark. Þær sem komu næst höfðu næstum því náð henni. Ég sá þær við markið. Þið leggið af stað fljótlega. Hverjar eru á brautinni núna? Þær sem keppa í spretthlaupinu. Ein þeirra er í bekk með mér. 5.8 Stofn sagnorða finnst í boðhætti í eintölu þegar persónufornafnið er ekki áfast við sögnina. Dæmi: far þú, hlaup þú, borða þú, skrifa þú; a í enda sagnarinnar í nafnhætti er stundum beygingarending, en ekki alltaf. Einföld regla segir að þær sagnir sem enda á - aði í 1. pers., et., þt. halda a í stofni (sbr. ég borðaði , ég skrifaði en hins vegar ég fór , ég hljóp ). Verkefni 5 I Finnið stofn eftirtalinna sagnorða: skrúfa, gefa, lita, brjóta, hnýta, banna, brytja, klípa Upprifjun við 5. kafla: 1. Hverjar eru persónur sagna? 2. Hverjar eru tölur sagna? 3. Hverjar eru tíðir sagna? 4. Hvernig er boðháttur? 5. Hvaða háttur sýnir okkur heitið á sögninni? 6. Hvar finnum við stofn sagnorða? persóna tala tíð fékk 1.p. et. þt. gáfu 3.p. ft. þt. fer 1.p. et. nt. megið 2.p. ft. nt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=