Gullvör

39 Verkefni 5 E Finnið boðhátt og nafnhátt í eftirfarandi texta: Farðu nú að vinna. Haltu á þessum poka með mér heim. Jón var að slá lóðina í gær og sonur hans var að raka grasinu saman. Takið saman verkfærin og gerið það strax. Við erum að flýta okkur. 5.6 Tíðir sagnorða eru tvær, nútíð (nt.) og þátíð (þt.). Sagnorð hafa mismunandi form eftir því hvort þau vísa til liðins tíma eða ekki. Ég gríp er nútíð – ég greip er þátíð. Verkefni 5 F a) Skrifið eftirfarandi texta upp og breytið nútíð í þátíð: Vigdís talar við Áslák. Flugvélin lendir eftir hádegið. Björg hleypur eftir götunni. Sólin skín allan daginn. Hundurinn geltir grimmdarlega. Tréð vex við vegginn. b) Skrifið eftirfarandi texta upp og breytið þátíð í nútíð: Sólveig hélt upp á afmælið sitt. Börnin grétu ekki lengi. Friðrik sópaði gólfið. Völlurinn þornaði. Gamli maðurinn brosti. Flugan flaug milli blómanna. Verkefni 5 G Setjið sagnorðin í þátíð og takið eftir hvernig merking textans breytist. Ræðið í bekknum. Jörðin er heimili okkar allra. Við verðum að læra að umgangast hana af virðingu. Fólkið sem býr á Jörðinni verður að taka höndum saman um að breyta lífstíl sínum. Okkur ber skylda til að ganga vel um og sjá til þess að komandi kynslóðir hafi sömu möguleika á því að lifa svipuðu lífi og við gerum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=