Gullvör
38 5.4 Dæmi um greiningu sagnorða eftir persónum og tölum: Við göngum á fjallið og þú kemur með. Brekkan er brött. Hestarnir hlupu og hundurinn gelti . Verkefni 5 D Greinið persónu og tölu sagnorðanna (þau eru undirstikuð) í eftirfarandi texta: Ég var ánægður með myndina sem við sáum í gær. Hún er ágæt. Þið sjáið hana seinna. 5.5 Hættir sagna eru sex. Hér skoðum við tvo þeirra, boðhátt og nafnhátt . Boðháttur (bh.) táknar boð eða skipun. Hann er aðeins til í 2.p. et. og ft. Fornafn 2. persónu eintölu rennur mjög oft saman við sagnorð í boðhætti: far þú > farðu , kom þú > komdu , elda þú > eldaðu . Skoðum dæmi um boðhátt: Farðu. Komdu. Sigldu. Stattu. Eldaðu. Borðaðu matinn þinn. Farið. Komið. Siglið. Standið. Eldið. Borðið matinn ykkar. Nafnháttur (nh.) er nafnið (heitið) á sagnorðinu og er uppflettimynd eða orðabókarmynd þess. Hann endar oftast á - a , ( kalla , skrifa ) en nokkrar sagnir enda á -á ( fá , sjá , skrá ). Við spyrjum: „Hvaða sögn er þetta?“ Svarið verður þannig: „Þetta er sögnin að hljóta , sögnin að vita, sögnin að ná …“ o.s.frv. persóna tala göngum 1.p. ft. kemur 2.p. et. er 3.p. et. hlupu 3.p. ft. gelti. 3.p. et.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=