Gullvör

37 5.2 Dæmi um greiningu sagnorða eftir persónum: Ég held að þið sjáið þegar eldfjallið gýs . persóna held 1.p. sjáið 2.p. gýs. 3.p. Verkefni 5 B Skrifið eftirfarandi texta upp og greinið persónu sagnorðanna (þau eru undirstrikuð): Húsið stendur í halla. Áin rennur eftir miðjum dalnum. Vegurinn liggur niður brekkuna. Ég gekk eftir veginum og þú komst á eftir mér. 5.3 Tala sagnorða er tvenns konar, eintala (et.) og fleirtala (ft.). Sögnin breytist eftir því hvort hún vísar til eins eða fleiri. Skoðum dæmi: Ég hrópa – við hrópum . Hún söng – þær sungu . Hann ekur – þeir aka . Verkefni 5 C a) Skrifið eftirfarandi texta upp og breytið eintölu í fleirtölu: Unga konan ók bílnum. Framundan blasti húsið við. Þangað ætlaði hún að fara og bíllinn seig hægt upp brekkuna. b) Skrifið eftirfarandi texta upp og breytið fleirtölu í eintölu: Hestarnir skokkuðu glaðir í austurátt. Knaparnir sátu uppréttir á baki þeirra og héldu um taumana. Engar hindranir voru sýnilegar. Takið eftir því að ef skipt er um tölu breytist fleira en sagnorðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=