Gullvör
36 5. kafli Sagnorð I Sagnorð taka ýmsum breytingum. Í þessum kafla förum við yfir nokkrar þeirra. Hér verður fjallað um persónur sagna , tölu þeirra, hátt og tíð . Þessi atriði verða skýrð og sýnd um þau dæmi. Að þessu sinni verða þó aðeins sýnd dæmi um tvo hætti sem heita boðháttur og nafnháttur , en hættirnir eru alls sex. Hinir fjórir bíða betri tíma. Fleiri greiningaratriði sagna verða svo tekin fyrir í næstu köflum. Þá verður hér fjallað um stofn sagnorða . Persóna, tala, háttur, tíð 5.1 Persónur sagna eru þrjár, fyrsta (1. p.), önnur (2. p.) og þriðja persóna (3. p.) . Þetta tengist persónufornöfnunum. Fyrsta persóna er ég , í fleirtölu, við , önnur persóna er þú , í fleirtölu þið . Fornöfn þriðju per- sónu eru hann , hún og það, í fleirtölu þeir , þær , þau . Allt annað en ég ( við ) og þú ( þið ) er þriðja persóna. Skoðum dæmi: 1. p. 2. p. 3. p. ég fer þú ferð hún fer – hann fer – barnið fer – Jón fer – snjórinn fer ég hleyp þú hleypur hún hleypur – hann hleypur – barnið hleypur – Jóna hleypur – hesturinn hleypur Hér sjáum við að sagnorðið tekur breytingum eftir því með hvaða per- sónu það stendur. Langalgengast er að sagnorð standi í þriðju persónu. Gott er að spyrja sig: „Hver gerir það sem sögnin segir?“ Þá sjáum við hver persónan er. Verkefni 5 A Skrifið eftirfarandi texta upp og breytið 2. persónu í 1. persónu (þú ferð > ég fer). Takið eftir breytingunum sem verða á sagnorðunum: Þú kemur á morgun og hjálpar til við vinnuna. Þú hefur meðferðis stóran poka og tínir í hann rusl. Þú ert orðin stór og sterk og verður til mikils gagns.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=