Gullvör

34 Óákveðna fornafnið báðir beygist þannig: kk. kvk. hk. Ft. nf. báðir báðar bæði þf. báða báðar bæði þgf. báðum báðum báðum ef. beggja beggja beggja Verkefni 4 F Fellið svigaorðin inn í textann í réttu falli: Hann sló mig án (nokkur) … ástæðu. Þessar leiðbeiningar eru til (enginn) … gagns. Þetta tæki er gott til (ýmis) … hluta. Hún skrifaði bréf til þeirra (báðir) … . 4.8 Greinir og ábendingarfornafn Gæta verður að því að rugla ekki saman lausum greini, hinn , hin , hið og ábendingarfornafninu hinn . Skoðum dæmi: Þessi kemur strax, hinn bíður. Önnur skútan sigldi til austurs, hin stefndi í vestur. Skáletruðu orðin hér að ofan eru ábendingarfornöfn. Lausi greinirinn stendur alltaf með lýsingarorði. Skoðum dæmi: Þetta er hinn stóri sannleikur. Hér kynnum við hina frægu söngkonu. Þetta er hið besta mál. Hér eru skáletruðu orðin laus greinir. Verkefni 4 G Hvað er laus greinir og hvað eru ábendingarfornöfn í eftirfarandi texta (vafaorðin eru undirstrikuð): Þetta er hið ljúfa líf. Þú átt þennan, ég á hinn. Loksins rann hinn stóri dagur upp. Best er að fara hina leiðina. Þessi er stór en hinn er samt stærri. Hér er hin sanna hetja. Ég vil frekar sigla með hinu skipinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=