Gullvör

33 Óákveðna fornafnið nokkur beygist þannig: kk. kvk. hk. Et. nf. nokkur nokkur nokkurt, nokkuð þf. nokkurn nokkra nokkurt, nokkuð þgf. nokkrum nokkurri nokkru ef. nokkurs nokkurrar nokkurs Ft. nf. nokkrir nokkrar nokkur þf. nokkra nokkrar nokkur þgf. nokkrum nokkrum nokkrum ef. nokkurra nokkurra nokkurra Hvorugkynsmyndin nokkurt er hliðstæð en orðmyndin nokkuð sérstæð. Dæmi: Áttu nokkurt handklæði? Sérðu nokkuð? Óákveðna fornafnið enginn beygist þannig: kk. kvk. hk. Et. nf. enginn engin ekkert þf. engan enga ekkert þgf. engum engri engu ef. einskis engrar einskis Ft. nf. engir engar engin þf. enga engar engin þgf. engum engum engum ef. engra engra engra Óákveðna fornafnið ýmis beygist þannig: kk. kvk. hk. Et. nf. ýmis ýmis ýmist þf. ýmsan ýmsa ýmist þgf. ýmsum ýmissi ýmsu ef. ýmiss ýmissar ýmiss Ft. nf. ýmsir ýmsar ýmis þf. ýmsa ýmsar ýmis þgf. ýmsum ýmsum ýmsum ef. ýmissa ýmissa ýmissa Athugið sérstaklega feitletruðu fallmyndirnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=