Gullvör
31 Lýsingarorð – upprifjun og viðbót 4.6 Uppflettimynd lýsingarorðs er fundin á sama hátt og þegar um nafnorð er að ræða. Þar verður þó að huga að fleiru. Lýsingarorð geta staðið í hvaða kyni sem er og þau birtast bæði í sterkri og veikri beygingu auk þess sem þau stigbreytast. Uppflettimynd lýsingarorðs er nefnifall eintölu í karlkyni og frumstigi í sterkri beygingu . Dæmi: stjörnóttur l, óstyrkur l, l merkir lýsingarorð. Orðið er gefið upp í nf. et. kk. fst. sb. Hér þarf ekki meiri útskýringar. Athugið að skammstöfunin l er notuð í orðabókum en í málfræðinni er venja að skrifa lo . til að tákna lýsingarorð. Stofn lýsingarorða finnst í kvk. et. nf. frst. Dæmi: Hún er rauð . Hún er brött . Staða lýsingarorða Lýsingarorð geta verið hliðstæð (hlst.) eða sérstæð (sst.) 4.6.1 Hliðstæð lýsingarorð standa með fallorði, oftast nafnorði, og lýsa því. Lýsingarorðið stendur þá í sama kyni, tölu og falli og orðið sem það stendur með. Skoðum dæmi: Hann ekur á rauðum bíl. Hér stendur lýsingarorðið rauður með orðinu bíll og lýsir því (að bíllinn sé rauður) og stendur í sama kyni, tölu og falli og orðið bíll (kk. et. þgf.). 4.6.2 Sérstæð lýsingarorð standa ekki með nafnorði. Skoðum dæmi: Bíllinn er rauður . Mér var kalt . Fáir mættu á fundinn. Verkefni 4 E Greinið stöðu lýsingarorðanna (þau eru undirstrikuð) í textanum: Lítið hús stóð við veginn. Það var rautt með grænu þaki. Hvar er nú stóra orðabókin? Í henni má finna margan fróðleik. Stúlkunni var of heitt í upphitaðri stofunni. Oft kemur góður þá getið er og illur þá um er rætt. Oft kemur góður maður þá getið er og illur gaur þá um er rætt. Rifjið upp 2.6.3, 3.5, 3.5.1, 3.5.2 og 3.6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=