Gullvör

30 Orðið rófa er í eignarfalli eintölu rófu og nefnifall fleirtölu er rófur . Styttingin kvk táknar að orðið er kvenkyns. Orðið gljúfur er í eignarfalli eintölu gljúfurs . Þegar kemur að fleirtölunni sjáum við að það er eins og nefnifall eintölu, gljúfur . Stafirnir hk tákna að orðið er hvorugkyns. 4.5 Eintöluorð – fleirtöluorð Sum orð eru aðeins til í eintölu, önnur í fleirtölu. Orðið fólk táknar einhvern óákveðinn hóp eða fjölda en orðið er eintöluorð. Það sjáum við til dæmis á sagnorðinu sem fylgir því. Við segum: Fólkið er komið. Sögnin er í eintölu. Skoðum til samanburðar annað orð sem finnst bæði í eintölu og fleirtölu: Barnið er komið/börnin eru komin. Í orðabókinni stendur fólk, -s hk . Fleiri eintöluorð má nefna: hveiti , sykur , kaffi , lýsi , kopar , kæti og ástúð eru orð sem hafa enga fleirtölu. Fleirtöluorð eru aðeins til í fleirtölu. Ef flett eru upp á orðinu börur má lesa eftirfarandi: börur , kvk ft . Í þessum flokki eru orð eins og mjaltir , herðar , mæðgur og feðgar . Verkefni 4 D Flettið upp í orðabók, finnið þar eftirtalin orð og skoðið þær upplýsingar sem þar er að finna: mjólk , silfur , birgðir , rask, kenjar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=