Gullvör

28 Verkefni 4 A Skrifið eftirfarandi texta upp, fellið svigana niður og ritið orðin eins og þau eiga að vera í textanum: Ég sá (systir) þína reka (kýrin). Hún hrasaði og braut nöglina á stórutá vinstri (fótur) og hruflaði sig á hægri (hönd). Hún fór þá til (faðir) síns sem var að gefa (ærnar) hey. Þaðan gekk hún með (bróðir) sínum heim til (móðir) sinnar. 4.2 Kenniföll Nafnorðum er skipt í flokka eftir því hvernig þau beygjast. Þá eru skoðaðar endingar orðanna í ákveðnum föllum og flokkað eftir því. Þessi föll eru kölluð kenniföll (stundum nefnd orðabókarföll). Þau eru: nefnifall eintölu , eignarfall eintölu og nefnifall fleirtölu . Skoðum fyrst þrjú karlkynsorð. Kenniföllin eru feitletruð: Et. nf. læknir gestur fjörður þf. lækni gest fjörð þgf. lækni gesti firði ef. lækn is gest s fjarð ar Ft. nf. lækn ar gest ir firð ir þf. lækna gesti firði þgf. læknum gestum fjörðum ef. lækna gesta fjarða Út frá kenniföllunum er hægt að sjá hvernig orðin beygjast. Endingar síðari kennifallanna tveggja segja til um beygingarflokk orðanna. Í þessum orðum eru þær (- ir , - ar ), (- s , - ir ) og (- ar , - ir ). Lítum því næst á þrjú kvenkynsorð. Kenniföllin eru feitletruð: Et. nf. skál ást bók þf. skál ást bók þgf. skál ást bók ef. skál ar ást ar bók ar Ft. nf. skál ar ást ir bæk ur þf. skálar ástir bækur þgf. skálum ástum bókum ef. skála ásta bóka Endingar síðari kennifalla eru: (- ar , - ar ), (- ar , - ir ) og (- ar , - ur ).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=