Gullvör
27 Fallorð III Það sem tekið er fyrir í þessum kafla er í fyrsta lagi óregluleg beyging nafnorða , þá er fjallað um kenniföll nafnorða og nokkur vandbeygð mannanöfn , rætt um eintöluorð og fleirtöluorð . Upp- flettimynd nafnorða og lýsingarorða er skoðuð og því næst staða lýsingarorða . Þá er skoðuð beyging nokkurra fornafna og fjallað um mun á greini og ábendingarfornafni . Nafnorð – upprifjun og viðbót 4.1 Óregluleg beyging nafnorða Nokkur nafnorð hafa óreglulega beygingu. Fallbeyging þeirra er þá á annan veg en lýst hefur verið hér að framan. Best er að læra þau sérstaklega. Sex karlkynsorð beygjast óreglulega. Þau eru: Et. nf. faðir bróðir vetur fótur fingur maður þf. föður bróður vetur fót fingur mann þgf. föður bróður vetri fæti fingri manni ef. föður bróður vetrar fótar fingurs manns Ft. nf. feður bræður vetur fætur fingur menn þf. feður bræður vetur fætur fingur menn þgf. feðrum bræðrum vetrum fótum fingrum mönnum ef. feðra bræðra vetra fóta fingra manna Nokkur kvenkynsorð hafa óreglulega beygingu. Hér verða sýnd nokkur þeirra: Et. nf. hönd kýr mús móðir mær þf. hönd kú mús móður mey þgf. hendi kú mús móður mey ef. handar kýr músar móður meyjar Ft. nf. hendur kýr mýs mæður meyjar þf. hendur kýr mýs mæður meyjar þgf. höndum kúm músum mæðrum meyjum ef. handa kúa músa mæðra meyja Rifjið upp 2.6.2, 3.3, 3.3.1, 3.3.2, og 3.4 4. kafli Orðið ær (kind) beygist eins og kýr. Orðið lús beygist eins og mús og orðin dóttir og systir beygjast eins og móðir. Orðið kona beygist veikt en ef. ft. er óreglulegt: til kvenna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=