Gullvör
26 Fornöfn 3.8 Greiningaratriði fornafna eru kyn , tala og fall . 3.9 Dæmi um greiningu fornafna: Hver er þetta ? Hún kom til okkar . Ég er heima hjá þér . Enginn veit hver sagði henni þetta. kyn tala fall Hver (sfn.) X et. nf. þetta (áfn.) hk. et. nf. Hún (pfn.) kvk. et. nf. okkar (pfn.) X ft. ef. Ég (pfn.) X et. nf. þér (pfn.) X et. þgf. Enginn (ófn.) kk. et. nf. hver (ófn.) X et. nf. henni (pfn.) kvk. et. þgf. þetta (áfn.) hk. et. þf. Verkefni 3 I Greinið kyn (ef það er hægt), tölu og fall fornafnanna (þau eru undirstrikuð) í eftirfarandi texta og greinið fornöfnin í undirflokka: a) Þú kemur með mér. Þeir verða eftir. Við komum til þeirra seinna og þá tökum við einhvern af þeim með okkur. Minn bíll er bensínlaus. Við tökum þinn. b) Hver á þetta höfuðfat? Það fannst í einhverju fatahengi. Enginn veit af hverju það barst til okkar. Getur þú fundið þann sem vill kannast við að eiga það? Sendu hann þá til mín og ég skal sýna honum þennan merka grip. Við sum fornöfn er ekki hægt að greina kyn. Þá er best að setja þar stórt X. Upprifjun við 3. kafla: 1. Hver eru greiningaratriði greinis? 2. Hver eru greiningaratriði nafnorða? 3. Hver eru greiningaratriði lýsingarorða? 4. Hvernig er háttað greiningu töluorða? 5. Hver eru greiningaratriði fornafna?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=