Gullvör
25 Töluorð 3.7 Greiningaratriði töluorða eru kyn , tala og fall en aðeins sum töluorð beygjast samkvæmt því. Fyrstu fjórar frumtölurnar beygjast í föllum. Hér er einn tveir þrír fjórir um einn tvo þrjá fjóra frá einum tveimur þremur fjórum til eins tveggja þriggja fjögurra Þar er líka hægt að greina kyn. Ekki er hægt að greina tölu þeirra vegna þess að töluorð tákna tilteknar tölur hvert fyrir sig. Hinar frumtölurnar beygjast ekki. Raðtölur beygjast yfirleitt eins og veik lýsingarorð í frumstigi. Raðtalan annar beygist þó aðeins sterkt og raðtalan fyrstur / fyrsti beygist bæði sterkt og veikt. Hér er fyrsti (fyrstur) annar þriðji fjórði fimmti um fyrsta (fyrstan) annan þriðja fjórða fimmta frá fyrsta (fyrstum öðrum þriðja fjórða fimmta til fyrsta (fyrsts) annars þriðja fjórða fimmta Vegna þess hversu fá töluorð beygjast greinum við þau ekki eins og önnur fallorð heldur greinum aðeins orðflokkinn. Það á bæði við um frumtölur og raðtölur. Verkefni 3 H Greinið töluorðin í eftirfarandi texta og tilgreinið hvort um er að ræða frumtölur eða raðtölur: Fyrsta maí fóru þrír nemendur úr áttunda bekk saman í gönguferð niður að sjó. Þar hittu þeir tvo félaga sína. Ungmennin fimm gengu saman meðfram sjónum og skoðuðu það sem rak á fjöruna. Þar fundu þau þrjá málmbrúsa og urðu forvitin um innihald þeirra. Í þeim fyrsta var ekkert, í brúsa númer tvö var örlítið af þangi og í þriðja brúsanum voru þrír litlir steinar, tveir þeirra voru rauðir og einn brúnleitur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=