Gullvör

24 Verkefni 3 F Skráið eftirfarandi texta í vinnubók og tilgreinið hvort lýsingarorðin (undirstrikuð) standa í frumstigi (fst.), miðstigi (mst.) eða efsta stigi (est.): Leiðin var löng og erfið. Hún var bæði lengri og erfiðari en ég hélt. Það versta var þó að stærsti og besti bíllinn bilaði og við urðum að setja farangurinn í lítinn jeppa og fjórhjóladrifinn fólksbíl sem fararstjórinn ók. Gott var að komast heim. 3.6 Dæmi um greiningu lýsingarorða: Í bröttum hlíðunum vex grænna gras en á þurra sléttlendinu neðar í dalnum. Breiður vegur lá upp á hæstu hjallana. Þaðan var frábært útsýni yfir svæðið. kyn tala fall beyging stig bröttum kvk. ft. þgf. sb. fst. grænna hk. et. nf. vb. mst. þurra hk. et. þgf. vb. fst. Breiður kk. et. nf. sb. fst. hæstu kk. ft. þf. vb. est. frábært hk. et. nf. sb. fst. Verkefni 3 G Greinið kyn, tölu, fall, beygingu og stig lýsingarorðanna (þau eru undirstrikuð) í eftirfarandi texta: Þetta er fallegur bíll. Hann er fallegri og líka stærri en ég hélt. Sætin eru klædd mýksta leðri sem ég hef séð og á gólfinu eru svartar, nýjar mottur. Þennan glæsilega bíl á sú góða kona Sólveig frænka mín.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=